Um félagið

Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Sími 864 8522
netfang: fibut(hjá)fibut.is

Félag íslenskra bókaútgefenda er samtök starfandi bókaútgefenda á Íslandi og var stofnað 1889.
Félagið gætir sameiginlegra hagsmuna bókaútgefenda og vinnur að því að efla bókmenningu og bóklestur á Íslandi og auka áhuga barna og unglinga á bóklestri. Félagið gefur árlega út ritið Bókatíðindi, auk samnefndrar vefsíðu, með kynningu á helstu útgáfubókum ársins sem útgefendur telja eiga erindi við almenning. Bókatíðindi koma út í nóvember og er dreift á hvert heimili í landinu.
Félagið veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin árlega og eru fimmtán bækur tilnefndar til verðlaunanna 1. desember ár hvert, fimm í flokki fagurbókmennta, fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm í flokki barna- og unglingabóka. Verðlaunin sjálf eru veitt eigi síðar en 15. febrúar næsta ár. Þau nema einni milljón króna í hverjum flokki, auk þess sem verðlaunahafi fær verðlaunagrip, koparstyttuna Blæng eftir Matthías Rúnar Sigurðsson. Samhliða Íslensku bókmenntaverðlaununum hefur félagið jafnframt veitt Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann frá verðlaunaárinu 2022 samkvæmt samstarfssamningi við stofnendur Blóðdropans, Hins íslenska glæpafélags. 
Bókamarkaður félagsins er haldinn árlega í febrúar-mars í Reykjavík og síðar á árinu á Akureyri.
Bókamessa er hefur verið haldin eina helgi í nóvember frá árinu 2011. Þar kynna útgefendur ný verk og boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í tengslum við bækurnar.