Bókatíðindi
Útgefendur eru minntir á að frestur til skráninga í prentútgáfu Bókatíðinda er til 30. september 2024. Útgefendur geta sótt um aðgang að skráningu í prentuðu og rafrænu útgáfuna á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn útgáfu eða útgefanda, kennitölu og símanúmeri.
Verð pr. birtingu í rafrænu útgáfunni er kr. 13.000 + vsk.
Verð pr. birtingu í prentútgáfunni er kr. 21.000 + vsk.
Verð fyrir birtingu í prent- og rafútgáfu kr. 34.000 + vsk
Bókmenntaverðlaun
Skráning á framlögðum verkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024 stendur yfir til 16. október. Sjá nánari upplýsingar á skráningasíðu hér:
Skráning framlagðra verka
Bókahátíð í Hörpu
Helgina 16.-17. nóvember verður Bókahátíð í Hörpu frá kl. 11-17 báða dagana. Lesendur koma til að hitta höfunda og útgefendur, nýjar bækur eru seldar á góðu verði og upplestrardagskrá fyrir börn og fullorðna frá kl. 12 -17 báða daga.
Útgefendum nýrra bóka býðst að vera með stand á hátíðinni á meðan pláss leyfir, minnsta mögulega einingin kostar 55.000 + vsk og samanstendur af tveimur eins metra veggjum sem mynda „V“ , einum barstól og einu eins metra breiðu afgreiðsluborði.
Hafir þú áhuga á stærri stand þá vinsamlegast hafðu samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frestur til skráningar er til 1. nóvember 2024.
No video selected.