ISBN númer

Alþjóðlegum bóknúmerum, ISBN, er úthlutað hjá Landsbókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík.

Helga Kristín Gunnarsdóttir sér um afgreiðslu þeirra í síma 525-5755 kl. 9-17 virka daga eða með tölvupósti, netfang isbn@landsbokasafn.is

Gefa þarf upplýsingar um nafn útgefanda, titil bókar, útgáfuár og hver prentar. Úthlutun ISBN númera er útgefendum að kostnaðarlausu.

ISBN er alþjóðlegt bóknúmerakerfi sem gefur til kynna í tölum land, útgefanda og titil þannig að unnt er að panta bók eftir kerfinu hvar sem er í heiminum. ISBN númerin eru undirstaða strikamerkja á bókum sem nauðsynleg eru til rafrænnar skráningar á lager og sölu útgáfufyrirtækja og verslana.

Nánari upplýsingar má einnig finna hér: https://landsbokasafn.is/index.php?page=isbn-numer