Jul15

Vilt þú starfa í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna eða Blóðdropans?

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Umsóknarfrestur til 15. ágúst

Skráning umsækjenda sem hafa áhuga á að sitja í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna og íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. Leitað er eftir fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og menntun auk mikils tíma til lesturs.  Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst.

Nánari upplýsingar má finna á umsóknareyðublaðinu hér: Umsóknarblað