Aug01

Styrkir til þýðinga á skoskum verkum

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

The Publishing Scotland Translation Fund býður útgefendum skoskra verka að sækja um styrki til þýðinga. Sjóðurinn er nýlegur, var stofnaður árið 2015. Áhersla er lögð á samtímabókmenntir af öllu tagi, skáldverk, ljóð, fræðirit, barnabækur og teiknimyndasögur. Næsti umsóknafrestur er 13. ágúst.

Nánari upplýsingar má nálgast hér: The Publishing Scotland Translation Fund