Sep12

Ríkisstjórn Íslands kynnir aukinn stuðning við útgefendur

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Ríkisstjórn Íslands kynnti fjárlög fyrir árið 2019 í gær. Þar komu meðal annars fram plön um að veita útgefendum íslenskra bóka sambærilega endurgreiðslu og þegar tíðkast í tónlistar- og kvikmyndaiðnaðinum. Nefnt er að 25% af framleiðslukostnaði bóka á íslensku, þýðinga jafnt sem frumsamins efnis verði endurgreiddur og áætlar ríkisstjórnin um 400 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári. Vænta má nánari útfærslu á næstu dögum.