Feb14

Nýr formaður kosinn á aðalfundi FÍBÚT

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram þann 8. febrúar. Egill Örn Jóhannsson lét þá af stöfum sem formaður félagsins eftir fimm ára setu og voru honum færðar þakkir fyrir störf sín í þágu félagsins á liðnum árum.  Heiðar Ingi Svansson var svo kjörinn nýr formaður en stjórn helst að öðru leiti óbreytt.

Á fundinum var einnig tilkynnt um útnefningu tveggja heiðursfélaga félagsins en þeir eru Sverrir Kristinsson og Björn Eiríksson. Tók Sverrir við viðurkenningunni frá félaginu á fundinum en aðstandendur Björns tóku við henni fyrir hans hönd, en hann lést í janúar.