Sep16

Íslensku þýðingaverðlaunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tekið er á móti bókum á skrifstofu Fíbút fram til 16. nóvember

Dómnefnd sem tilnefnir bækur til Íslensku þýðingaverðlaunanna hefur tekið til starfa og yrði þakklát fyrir að bækur sem þið viljið leggja fram til verðlaunanna skili sér hratt og vel. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ljúfmannlega tekið að sér að hafa milligöngu um að koma bókunum til dómnefndar.

Tilnefningar verða sem endranær kynntar samtímis tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og því eru alsíðustu forvöð að koma bókum í hendur dómnefndar 16. nóvember. Skila skal þremur eintökum á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda.

 

Ef þið sjáið fram á að bók sem þið viljið leggja fram verði ekki tilbúin fyrir þann tíma er hægt að hafa samband við formann dómnefndar, Árna Matthíasson (arnimatt@gmail.com) og óska eftir að dómnefnd taki við bókinni á öðru formi, td. sem pdf-skjali. Er þá miðað við að um endanlega útgáfu bókarinnar sé að ræða.

Dómnefndina skipa Árni Matthíasson, María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir.

Íslensku þýðingaverðlaunin eru veitt fyrir vandaða bókmenntaþýðingu á íslensku en ekki er gert upp á milli bókmenntagreina eða aldurshópa. Útgáfuár framlagðra bóka er 2015.

Almennar fyrirspurnir um þýðingaverðlaunin og fyrirkomulag þeirra er hægt að senda til Bandalags þýðenda og túlka (thot@thot.is) eða til formannsins (magneaj@gmail.com) en fyrirspurnum sem varða framlagðar bækur skal beina til formanns dómnefndar.