Nov20

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Opið frá kl. 12:00 - 17:00 á laugardag og sunnudag

Dagana 21.-22 nóvember 2015 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fimmta sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá.

Líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft.

Húsið er opið milli kl. 12:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

DAGSKRÁ HELGARINNAR