Bókamessa í Bókmenntaborg, er árlegur viðburður í nóvember. Þar leiða saman krafta sína Bókmenntaborgin og Félag íslenskra bókaútgefenda.
Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 og þá í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og ráðstefnusalina Rímu A og B.
Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda.
DAGSKRÁ BÓKAMESSU Í HÖRPU ÁRIÐ 2017:
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER
RÍMA A
13:00 – 14:00
Bækur og náttúran
Náttúran tekur á sig ýmsar myndir og er hún birt á ólíkan hátt í eftirfarandi bókum.
Gísli Pálsson fjallar um bók sína Fjallið sem yppti öxlum.
Unnur Jökulsdóttir fjallar um bók sína Undur Mývatns.
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari sýnir ljósmyndir og fjallar um ljósmyndabók sína Landsýn.
14:00 - 15:00
Minn tími
Páll Valsson ræðir við Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra um bók þeirra Minn tími, sem fjallar um líf og störf Jóhönnu.
15:00 - 15:30
Anna – eins og ég er
Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður spjallar um bók sína Anna - eins og ég er. Bókin fjallar um Önnu Kristjánsdóttur.
15:30 - 16:00
Helgi Tómasson
Ingibjörg Björnsdóttir, ballettdansari og fyrrverandi skólastóri Listdansskóla Íslands, ræðir um list Helga Tómassonar og mikilvægi hans í íslenskri listdanssögu.
16:00 -16:30
Hvar á ég heima?
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Katrín Harðardóttir þýðandi spjalla um bækurnar Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels og Ég er Malala sem báðar fjalla um ungt fólk sem hrakið er að heiman og út í óvissuna. Dögg Hjaltalín leiðir spjallið.
RÍMA B
13:00 – 14:00
Sögur af konum
Tvennir tímar. Soffía Auður Birgisdóttir ræðir um endurminningar Hólmfríðar Hjaltason sem Elínborg Lárusdóttir skráði og eru nú endurútgefnar.
Rúna - Örlagasaga. Sigmundur Ernir Rúnarsson fjallar um hestakonuna Rúnu Einarsdóttur og litskrúðuga ævi hennar.
Það sem dvelur í þögninni. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kynnir bók sem hún hefur skrifað um sögu formæðra sinna. Í lokin flytur Valgeir Guðjónsson lag samið í anda bókarinnar.
14:00 – 15:00
Upplestur úr nýjum bókum
Bjarni Harðarson: Í skugga drottins
Yrsa Þöll Gylfadóttir: Móðurlífið, blönduð tækni
Guðmundur Brynjólfsson: Tímagarðurinn
15:00 – 16:00
Höfundaspjall
Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður og rithöfundur, ræðir við höfundana Halldór Armand (Aftur og aftur) og Jónas Reyni Gunnarsson (Millilending) um nýútkomnar bækur þeirra.
16:30 – 17:00
Ég er drusla: samspil göngu og bókar
Auður Jónsdóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Gullbrá Þórarinsdóttir, Helga Lind Mar og Hjalti Vigfússon frá Druslugöngunni ræða um gönguna, hlutverk hennar og tengingu göngu og bókar.
KRAKKAHORN SLEIPNIS Í FLÓA
13:00 – 13:30
Skrímslasmiðja fyrir uppátækjasama krakka
Áslaug Jónsdóttir, einn af höfundum Skrímslabókanna sívinsælu, býður krökkum að föndra með sér jólaskrímsli.
14:00 – 14:30
Fjölskyldumyndasmiðja
Fjölskyldur eru allskonar og þær Ásta Rún Valgerðardóttir og Lára Garðarsdóttir, höfundar bókarinnar Fjölskyldan mín, leiða okkur í allan sannleika um ólíkar fjölskyldugerðir.
14:30
Ratleikur með Lukku
Safnast saman við krakkahornið í Flóa
Komdu og hittu þessa hressu og uppátækjasömu stelpu og fylgdu henni í spennandi ratleik um Hörpu. Eva Rún Þorgeirsdóttir er með glænýja bók um Lukku og hugmyndavélina sem nefnist, Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska.
Bókaverðlaun fyrir fundvísa þátttakendur.
15:00 – 15:30
Jólakortagerð með Lukku
Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur bókarinnar Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska, kennir krökkum að gera skemmtileg jólakort í anda Lukku.
16:00 – 16:30
Tilfinningasmiðja
Smiðja um tilfinningar þar sem þær Ásta María Hjaltadóttir og Þorgerður Ragnarsdóttir hjálpa okkur að fást við erfiðar tilfinningar okkar með Tilfinningabókunum.
UNDRALAND BÓKANNA Í FLÓA
11:00 – 17:00
Bókasmakk fyrir krakka á öllum aldri
Allar nýjar barna- og ungmennabækur ársins á einum stað til að fletta og skoða.
14:00 – 15:00
Lestrarstund fyrir börn og barnalegt fólk
Barnabókahöfundarnir Bergrún Íris Sævarsdóttir, Hjalti Halldórsson, Ingibjörg Valsdóttir og Jenný Kolsöe lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER
RÍMA A
13:00 – 13:30
Hvað er og hvað ef...
Bergur Ebbi Benediktsson spjallar um bók sína Stofuhita og ástandið á Íslandi og Valur Gunnarsson segir frá bók sinni Örninn og Fálkinn og „hvað ef“ sagnfræði.
13:30 – 14:30
Smásögur heimsins
Spjall um smásögur. Tveir af ritstjórum Smásagna heimsins - Rómanska Ameríka, Rúnar Helgi Vignisson og Jón Karl Helgason og Áslaug Agnarsdóttir, þýðandi bókarinnarSögur frá Rússlandi ræða um þýðingar og smásögur. Jón Thoroddsen leiðir spjallið.
14:30 – 16:00
Ljóðastund
Tíu ljóðskáld flytja ljóð úr nýjum bókum sínum.
Bragi Ólafsson: Öfugsnáði
Dóri DNA: Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra
Kött grá pje: Hin svarta útsending
Fríða Ísberg, Slitförin
Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Flórída
Heiðrún Ólafsdóttir: Ég lagði mig aftur
Gyrðir Elíasson les ljóðaþýðingar: Birtan yfir ánni og Sorgin í fyrstu persónu
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les þýðingar sínar á ljóðum Christine De Luca: Heimferðir
Halldóra Thoroddsen: Orðsendingar
Sigríður Helga Sverrisdóttir: Haustið í greinum trjánna
16:00 – 17:00
Ljóðastund
Fimm ljóðskáld flytja ljóð úr nýjum bókum sínum.
Bubbi: Hreistur
Soffía Bjarnadóttir: Ég er hér
Hallgrímur Helgason: Fiskur af himni
Kristín Ómarsdóttir: Kóngulær í sýningargluggum
Dagur Hjartarson: Heilaskurðaðgerðin
RÍMA B
13:30 – 14:00
Úr heimi fræðanna
Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan – Uppruni, saga og hönnun.
14:15 – 14:30
Tómas Guðmundsson og Svavar Knútur
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur leikur lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar í tilefni heildarútgáfu á ljóðum Tómasar.
15:00 – 16:00
Höfundaspjall
Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona ræðir við höfundana Kristínu Steinsdóttur, Þórarin Leifsson og Yrsu Þöll Gylfadóttur um nýútkomnar bækur þeirra Ekki vera sár, Kaldakol ogMóðurlífið, blönduð tækni.
16:00 – 16:30
Auður djúpúðga
Vilborg Davíðsdóttir ræðir þríleik sinn um landnámskonuna Auði Ketilsdóttur, en síðasta bókin, Blóðug jörð, kemur út í ár.
KRAKKAHORN SLEIPNIS Í FLÓA
12:30 – 13:00
Leðurblökusmiðja með Kristínu Rögnu
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar Úlfur og Edda: Drekaauga, stýrir leðurblökusmiðju fyrir krakka sem þora.
13:00 – 13:30
Ofurhetjusmiðja
Bergrún Íris Sævarsdóttir, höfundur bókarinnar Elstur í bekknum, spjallar um myndskreytingar og teiknar með kátum krökkum.
14:00 – 14:30
Klippimyndasmiðja
Klippimyndasmiðja með Ragnheiði Gestsdóttur, höfundi bókarinnar Ég hlakka til.
14:30
Ratleikur með Lukku
Safnast saman við krakkahornið í Flóa
Komdu og hittu þessa hressu og uppátækjasömu stelpu og fylgdu henni í spennandi ratleik um Hörpu. Eva Rún Þorgeirsdóttir er með glænýja bók um Lukku og hugmyndavélina sem nefnist, Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska.
Bókaverðlaun fyrir fundvísa þátttakendur.
15:00 – 15:30
Settu saman mannslíkamann
Smiðja fyrir fræðimenn framtíðarinnar.
16:00 – 16:30
Flórgoðasmiðja með Angústúru
Fuglar eftir þau Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring er full af undrum úr fuglalífinu. Flórgoðinn er einn af fuglum íslenskrar náttúru.
UNDRALAND BÓKANNA Í FLÓA
11:00 – 17:00
Bókasmakk fyrir krakka á öllum aldri
Allar nýjar barna- og ungmennabækur ársins á einum stað til að fletta og skoða.
14:00 – 15:00
Lestrarstund fyrir börn og barnalegt fólk
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir les úr bókinni Píla Pína eftir Kristján frá Djúpalæk sem nú er loksins fáanleg aftur.
Guðni Líndal les úr bók sinni Stelpan sem ákvað að flytja húsið sitt upp á fjall.
15:00 – 16:00
Lestrarstund fyrir börn og barnalegt fólk
Áslaug Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum.