Jan16

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025 afhent í Hönnunarsafni Íslands

Íslensku bókahönnunarverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í Hönnunarsafni Íslands í dag.

Kolbeinn Jara Hamíðsson Moradi, Þorgeir K. Blöndal og Kaja Sigvalda sigruðu í flokki bókahönnunar með „Hennar rödd" frá Víu útgáfu.
Umsögn dómnefndar:
Verk sem gerir efniviðnum hátt undir höfði svo að úr verður eigulegur gripur. Bókin er brotin upp á óvæntan máta og unnið með ólík leturkerfi og uppsetningu, og þannig skírskotað til umfjöllunarefnisins. Góð hrynjandi í umfangsmiklu verki þar sem reynir á margt í framsetningu upplýsinga.
 
Í flokki kápuhönnunar sigruður Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson með „Mzungu". Útgefandi er Angústúra.
Umsögn dómnefndar:
Kápa sem grípur strax athygli lesandans. Hönnunin skírskotar beint til efnis bókarinnar án þess að vera bókstafleg, allt frá brotalínu á forsíðu til saurblaða undir áhrifum afrískrar textíllistar. Ásetningur í hverju smáatriði.

Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT).

No video selected.