Jan31

Íslensku bókmenntaverðlaunin, ræða formanns sjórnar Félags íslenskra bókaútgefenda

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Íslensku bókmenntaverðlaunin, ræða formanns sjórnar Félags íslenskra bókaútgefenda

Herra forseti, forsetafrú, höfundar, útgefendur, aðrir gestir hér á Bessastöðum og ekki síst þið sem heima sitjið,

Undanfarin tvö ár hefur verið framkvæmd lestrarkönnun af ýmsum aðilum sem tengjast bókum og bókmenningu. Um framkvæmd könnunarinnar sér Miðstöð íslenskra bókmennta og er hún gerð í samstarfi við helstu aðila á bókmenntasviðinu sem eru ásamt okkur í Félagi íslenskra bókaútgefenda; Rithöfundasamband Íslands, Hagþenkir, Borgarbókasafnið, Landsbókasafn – Háskólabókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Niðurstöðurnar, sem voru birtar um miðjan nóvember s.l., eru að mörgu leyti áhugaverðar. Þar kemur m.a. fram að lestur hefur heldur aukist og þá sérstaklega vegna aukinnar notkunar hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Einnig kemur skýrt fram að samtal um um bækur lifir góðu lífi og hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Þannig fær um helmingur svarenda hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

Jan29

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

 

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þriðjudaginn 28. janúar 2020. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Fræðibækur og rit almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965
Útgefandi: Skrudda

Barna- og ungmennabækur:

Bergrún Íris Sævarsdóttir
Langelstur að eilífu
Útgefandi: Bókabeitan

Fagurbókmenntir:

Sölvi Björn Sigurðsson
Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis
Útgefandi: Sögur Útgáfa

Í umsögn dómnefndar um verkin segir:

Stjörnur og stórveldi eftir Jón Viðar Jónsson:

Hér eru helstu stjörnurnar í leiklistarsögu þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar dregnar lifandi og skýrum dráttum og list þeirra gerð ítarleg og góð skil. Þrátt fyrir að bókin byggi á köflum um einstaka leikara og leiksögu þeirra, gefur hún jafnframt samfellda og skýra mynd af fyrstu árum reglulegrar leiklistarstarfsemi hér á landi, ekki aðeins á leiksviðinu sjálfu heldur einnig í útvarpi og á bak við tjöldin og er því mikilvægt framlag til leiklistarsögu okkar.

Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur:

Í bókinni Langelstur að eilífu er fjallað á hispurslausan hátt um elli, dauða og sorg. Þessu viðkvæma efni eru gerð afar falleg skil í bæði texta og myndum sem miðla sögunni í sameiningu. Þetta er áhrifarík en jafnframt hnyttin og skemmtileg bók um þarft umfjöllunarefni fyrir börn

Selta eftir Sölva Björn Sigurðsson:

Frumleg og áhrifarík saga sem fer víða með lesandann í tíma og rúmi, yfir vötn og lönd en ekki síður innansálar. Hið ytra er frásögnin sett niður fyrir tveimur öldum en jafnframt rambar hún á barmi raunveru og hugarflugs. Sögunni er valið málsnið sem hæfir bæði sögutíma og frásagnaraðferð og sýnir höfundur þar fágæta stílsnilld. 

 

 

Nov29

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965
Útgefandi: Skrudda

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning

Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem jafnframt var formaður nefndar.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir
Nærbuxnanjósnararnir
Útgefandi: Mál og menning

Bergrún Íris Sævarsdóttir
Langelstur að eilífu
Útgefandi: Bókabeitan

Hildur Knútsdóttir
Nornin
Útgefandi: JPV útgáfa

Lani Yamamoto
Egill spámaður
Útgefandi: Angústúra

Margrét Tryggvadóttir
Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir
Útgefandi: Iðunn

Dómnefnd skipuðu: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Svínshöfuð
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Bragi Ólafsson
Staða pundsins
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Eva Mínervudóttir
Aðferðir til að lifa af
Útgefandi: Bjartur

Sölvi Björn Sigurðsson
Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis
Útgefandi: Sögur útgáfa

Steinunn Sigurðardóttir
Dimmumót
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Bergsteinn Sigurðsson, formaður nefndar, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson

Nov05

Rafræn útgáfa Bókatíðinda nú aðgengileg

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Prentaðri útgáfu verður dreift dagana 18.-19. nóvember

Rafræn útgáfa Bókatíðinda er nú fáanleg hér: BOKATIDINDI PDF

Dreifing á prentaðri útgáfu er fyrirhuguð dagana 18.-19. nóvember.

Sep24

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Skráning hafin á framlögðum verkum

Íslensku bókmenntaverðlaunin

 

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur hafið skráningu á framlögðum verkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  Þátttaka er öllum útgefendum opin en skilyrði er að framlagðar bækur séu útgefnar árið 2019. Gjald fyrir hvert framlagt verk er kr. 35.000. Verðlaunin eru ein milljón fyrir verðlaunaverk hvers flokks. 

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 10. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða:

  • Frumsamið íslenskt skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir fullorðna.
  • Annað íslenskt ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur fyrir fullorðna og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.
  • Frumsamið íslenskt verk fyrir börn og ungmenni.

Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fara fram fyrsta desember og afhending verðlaunanna sjálfra eigi síðar en 15. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins.

Sep24

Bókamessa í Bókmenntaborg

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Í Hörpu dagana 23.-24. nóvember

Bókamessa í Bókmenntaborg

Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að Bókamessunni sem haldin hefur verið árlega í Reykjavík frá árinu 2011.

Bókaútgefendur, höfundar og lesendur koma saman þessa helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega bókmenntadagskrá auk þess sem lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefendum. Aðgangur er ókeypis.

Pantanir vegna sýningaraðstöðu sendist á bryndis@fibut.is fyrir 1. október.

Tillögur að dagskrá sendist á bokmenntaborg@reykjavik.is

 

Sep24

Barnabókamessa

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Nýjar barna- og ungmennabækur

Barnabókamessa

Barnabókamessa fyrir starfsfólk leikskóla og skólabókasafna verður haldin í nóvember. Á messunni verða kynntar barna- og ungmennabækur sem útgefnar hafa verið á árinu og auglýstar eru í Bókatíðindum. 

Nánari upplýsingar og skráning á bryndis@fibut.is

Jun21

Upplýsingar um endurgreiðslu á kostnaði við bókaútgáfu á íslensku

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Upplýsingar um endurgreiðslu á kostnaði við bókaútgáfu á íslensku

Miðvikudaginn 26. júní var haldinn fundur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um nýtt endurgreiðslukerfi vegna bókaútgáfu á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði fundinn og í kjölfarið var nýtt umsóknarferli kynnt og fyrirspurnum svarað.

Ráðgert er að opnað verði fyrir umsóknarferlið 9. júlí nk. á rannis.is. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Rannís vefinn.

Glærurnar sem sýndar voru á fundinum má nálgast hér: Endurgreiðsla vegna bókaútgáfu - kynningarglærur 

Feb11

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Ráðherra heimsótti fundinn og ný stjórn var kynnt

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram á Nauthóli föstudaginn 8. febrúar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hóf fundinn með stormandi ræðu um mikilvægi íslenskrar bókaútgáfu. Því næst tóku við hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður félagsins minntist Sigurðar Svavarssonar og ný stjórn félagsins var kynnt. Í stjórn félagsins á komandi starfsári sitja Heiðar Ingi Svansson, formaður, Anna Lea Friðriksdóttir, Birgitta Elín Hassell, Egill Örn Jóhannsson, Guðrún Vilmundardóttir, Jónas Sigurgeirsson, María Rán Guðjónsdóttir sem nú kemur ný inn í stjórn, Ólöf Dagný Óskarsdóttir, Pétur Már Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Tómas Hermannsson.

Jan29

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 29. janúar. Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Fræðirit og bækur almenns efnis:

Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg: Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar. Útgefandi: Vaka Helgafell.

Barna- og ungmennabækur:

Sigrún Eldjárn: Silfurlykillinn. Útgefandi: Mál og menning.

Fagurbókmenntir:

Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af sólskini. Útgefandi: JPV útgáfa.

 

<<  1 2 3 [45 6 7 8  >>