Sep16

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Aug08

Páfugl úti í mýri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hátíð, sýning og málþing

Páfugl úti í mýri

Páfugl úti í mýri er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem fer fram 9.-12. október 2014 og á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í 7 vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta.

Aug05

Bókamessan í Frankfurt 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamessan í Frankfurt 2014

Félag íslenskra bókaútgefenda er þátttakandi í bókamessunni í Frankfurt sem haldin verður dagana 8.-12. október 2014. Bás félagsins verður staðsettur í Halle 5.0 - A63, líkt og undanfarin ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins.

Jul04

Sænsk áhorfs-, hlustunar- og lestrarkönnun

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Sænsk áhorfs-, hlustunar- og lestrarkönnun

Frá árinu 1979 hefur árlega farið fram könnun á vegum Nordicom við Gautaborgarháskóla á notkun Svía á fjölmiðlum, tónlist og bókum. Með tilkomu netmiðla hefur orðið gríðarleg breyting á því hvert fólk beinir athygli sinni en ánægjulegt er til þess að vita að bókin heldur stöðu sinni betur en margir aðrir miðlar. Könnunina má nálgast HÉR.

May26

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður næst haldin dagana 9.-13. september 2015 og senn verður farið að huga að því hvaða erlendu höfundum verði boðið til landsins.

Stjórnendur Bókmenntahátíðarinnar hafa átt í góðu samstarfi við íslenska bókaútgefendur undanfarin ár og leita nú upplýsinga um hvaða erlendu höfundar eru væntanlegir í íslenskum þýðingum á næstunni og hvaða höfunda íslenskir útgefendur vilja helst sjá á Bókmenntahátíð í Reykjavík á næsta ári.

​Útgefendur eru hvattir til að senda nöfn höfunda sinna á netfangið stella@bokmenntahatid.is

 

May02

Evrópskur tengill - Creative Europe

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Frá Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís

Evrópskur tengill - Creative Europe

Tækifæri  til að tengjast kollegum í Evrópu og fara af stað í evrópsk menningarverkefni. Ítalska skrifstofan setti upp eftirfarandi gagnagrunn, http://cultura.cedesk.beniculturali.it/partnersearch/

Hægt er að skrá sig og sína stofnun, einnig er hægt að leita að tilvonandi félögum eftir mismunandi sviðum, t.d. dans, leiklist, tónlist, myndlist etc. Næsti umsóknarfrestur vegna samstarfsverkefna í Creative Europe  er í október.

 

May02

The "right to read"

Höfundur Bryndís Loftsdóttir Categories // Frettir

The

Richard Mollet, framkvæmdarstjóri breska útgefendafélagsins (PA), svarar kröfu evrópskra bókasafnsstarfsmanna um rétt til rafbókaútlána. Einnig má hér fyrir neðan finna skýrsluna sem hann nefnir í greininni.

Apr29

GLÆRUR FRÁ FYRIRLESURUM "WHAT WORKS" - LONDON BOOK FAIR 2013 OG 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

What Works? Successful Education Policies, Resources & TechnologiesGlærur frá fyrirlesurum "What works" - London Book Fair 2013 og 2014

GLÆRUR FRÁ FYRIRLESURUM

Fyrirlestraröð um nám og námsgögn undir yfirskriftinni "What works" var fyrst haldin á London Book Fair árið 2013 og svo aftur nú í apríl 2014. Þessir fyrirlestrar hafa slegið rækilega í gegn, þegar er búið að ákveða tímasetningu næsta fundar á London Book Fair þann 16. apríl 2015.

Fyrirlestraglærurnar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu IPA og má nálgast þær HÉR.

Aðeins þarf að smella á nöfn fyrirlesarana til þess að opna þeirra gögn.

 

 

Jan31

EU ÞÝÐINGASTYRKIR

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

EU ÞÝÐINGASTYRKIR

EU Grants for Translation

Creative Europe 2014-2020

The first call for proposals for literary translations was published on 10th December by the European Commission. You will find below the core information- for a more complete description, please go here: 

http://ec.europa.eu/culture/creative-europe/calls/call-eac-s19-2013-literary_en.htm

 

Jan30

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, fimmtudaginn 30. janúar 2014, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

 

<<  5 6 7 8 9 [10