Apr16
Vorbókatíðindum dreift á sumardaginn fyrsta
Vorbókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda verður dreift með Morgunblaðinu í aldreifingu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl.
Í Vorbókatíðindum má að þessu sinni finna kynningar á 112 nýútgefnum bókum svo allir ættu að finna sér eitthvað nýtt og skemmtilegt að lesa í sumar.
Forsíðumyndina gerði Halldór Baldursson og rafræna útgáfu ritsins má nálgast hér: VORBÓKATÍÐINDI