Apr27

Vorbókatíðindi

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hundrað nýir íslenskir titlar kynntir

Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda eru nú komin út í tilefni Viku bókarinnar sem hófst þann 23. apríl. Í ritinu eru kynntar nýjar íslenskar bækur, bæði þýddar og frumsamdar auk þess sem þar má einnig finna kynningu á nýjum landakortum af Íslandi.

Forsíðuna prýðir að þessu sinni bókaunnandinn og fótboltasnillingurinn Margrét Lára Viðarsdóttir.

Rafræna útgáfu má finna hér: Rafræn Vorbókatíðindi