Nov28

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum

Tilkynnt verður um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Kjarvalsstöðum mánudaginn 1. desember kl. 17:00.  Alls verða fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum, flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Einnig verður á sama tíma tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.