May18

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Útgefendur myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og menningu í Reykjavík geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á myndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur skv. gjaldskrá og magntilboðum safnsins. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka sem koma út á árinu 2015 eða í ársbyrjun 2016. Styrkirnir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. júní.