Oct08

Skráning hafin í Bókatíðindi 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Skráning er nú hafin í Bókatíðindi 2014 hjá skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Nokkur breyting er fyrirhuguð á útliti Bókatíðinda að þessu sinni. Ungmennabækur, bækur fyrir unglinga og ungt fólk fá nú sérstakan kafla og verða aðskildar frá barnabókum. Hljóðbóka- og rafbókakaflarnir hverfa, en þess í stað verða birtar táknmyndir við hverja bók sem gefa til kynna á hvaða útgáfuformi bókin er fáanleg. Þannig gætu til að mynda verið þrjár táknmyndir við eina skáldsögu sem gæfu til kynna að sagan væri fáanleg innbundin, sem hljóðbók og sem rafbók. Einnig fá allar bækur nú jafn stórt pláss. Þannig verður uppsetningin einfölduð og gerð aðgengilegri fyrir lesendur ritsins. Lokadagur til skráninga bóka í Bókatíðindi er 15. október.