Sep16

Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi er hafin

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

lokafrestur til 12. október

Í Bókatíðindum eru allir helstu útgáfutitlar ársins kynntir með stuttum texta, upplýsingum um höfunda, þýðendur og útgefendur ásamt kápumynd.

Bókatíðindum er dreift til heimila sem taka á móti fjölpósti, til bókaverslana og bókasafna. Þá verður í ár einnig hægt að nálgast blaðið í verslunum N1 á öllu landinu.

Nýjum útgefendum er bent á að koma upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer útgefanda á netfangið fibut@fibut.is með ósk um aðgang að skráningargrunni. 

Verð á kynningum: kr. 28.990,- + vsk. 

BÓKATÍÐINDI 2020

Útlit: Bókatíðindi verða í A4 broti. Á hverri síðu verða 10 jafnstórar bókakynningar, 9,25 cm á breidd og 5,45 cm á hæð.

Hópskráning; Hægt er að skrá allt að fjóra nýja titla í einni kynningu, t.d. fyrir bókaflokk. Kápumyndum er þá þjappað saman og einn kynningartexti notaður fyrir alla titla. Nánari upplýsingar í hjálp á innskráningavef og á skrifstofu FIBUT.

Útgáfuform verða áfram merkt með sérstökum táknum þannig að hver titill er aðeins kynntur einu sinni og þar tekin fram þau útgáfuform sem fáanleg eru. Í þeim tilfellum sem mismundandi útgefendur gefa út mismunandi form sömu bókar, t.d. prentaða og hljóðbók, förum við þess á leit að útgefendur skipti með sér kostnaði við birtingu.

Lengd kynningartexta: Kynningartexti má vera um það bil 350 slög með bilum.

Stærð kápumyndar þarf að vera að lágmarki 804 pixlar á breidd (6,8 cm), í 300 dpi (pixels/inch) og í CMYK, sem JPG skrá.

Aðeins nýjar bækur. Athugið að um allar skráningar í Bókatíðindi gilda þær reglur að viðkomandi útgáfuform eða ISBN númer hafi ekki verið auglýst áður.

Uppsetning: Bókum verður raðað í einfalda stafrófsröð titla, flokkar haldast óbreyttir frá síðasta ári.

Þjóðerni höfunda: Mikilvægt er að haka í reitinn „íslenskur“ ef höfundur bókar er íslenskur og „erlendur“ ef höfundur er erlendur. Erlendir höfundar mun raðast þá í höfundaskrá eftir eftirnafni og íslenskir eftir fornafni.

Tvískráning. Skrá má sömu bók í fleiri en einn flokk. Rukkað er fyrir hverja birtingu.

Lokafrestur til skráningar er 12. október nk.

Útgáfudagur og dreifing er fyrirhuguð í 3. viku nóvember 2020.

Verð á kynningum: kr. 28.990,- + vsk.

Greiða skal staðfestingagjald fyrir bókakynningar, kr. 20.000,- fyrir 22. október 2020 og fullnaðaruppgjör í síðasta lagi 22. desember 2020.

  • Bankareikningur vegna staðfestingargjalds: 0515-26-560978.
  • Kt: 560977-0269
  • Senda kvittun á benk@fibut.is