Sep24

Skráning hafin í Bókatíðindi

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Hafin er móttaka skráninga í Bókatíðindi sem dreift verður í nóvember. 

Verð á kynningum: kr. 27.990,- + vsk.

Nýtt: Einfaldar línuskráningar fyrir raf- og hljóðbækur. Verð fyrir 3 línur kr. 4.950,- + vsk. Verð fyrir 4 línur kr. 5.990,- + vsk. Sjá nánari upplýsingar hér neðar á síðunni.

Greiða skal staðfestingagjald fyrir bókakynningar, kr. 20.000,- (kr. 5.000,- fyrir línuskráningar) fyrir 22. október 2019 og fullnaðaruppgjör í síðasta lagi 20. desember 2019.

 • Bankareikningur vegna staðfestingargjalds: 0515-26-560978.
 • Kt: 560977-0269
 • Senda kvittun á benk@fibut.is

 

BÓKATÍÐINDI 2019 – ÚTLIT OG BREYTINGAR

Nýtt: Línuskráning án kápumynda og kynningartexta, eingöngu ætluð hljóð- og rafbókum. Línuskráningar skiptast í fjóra undirflokka hvers útgáfuforms; barna- og ungmennabækur, skáldverk, ævisögur og annað efni.

 1. lína : Titill
 2. lína : Höfundur
 3. lína : Lesari eða þýðandi (má sleppa)
 4. lína : Útgefandi

Útlit: Bókatíðindi verða í A4 broti. Á hverri síðu verða 10 jafnstórar bókakynningar, 9,25 cm á breidd og 5,45 cm á hæð.

Hópskráning; hægt er að skrá allt að fjóra nýja titla í einni kynningu, t.d. fyrir bókaflokk. Kápumyndum er þá þjappað saman og einn kynningartexti notaður fyrir alla titla. Nánari upplýsingar í hjálp á innskráningavef og á skrifstofu FIBUT.

Útgáfuform verða áfram merkt með sérstökum táknum þannig að hver titill er aðeins kynntur einu sinni og þar tekin fram þau útgáfuform sem fáanleg eru. Í þeim tilfellum sem mismundandi útgefendur gefa út mismunandi form sömu bókar, t.d. prentaða og hljóðbók, förum við þess á leit að útgefendur skipti með sér kostnaði við birtingu.

Lengd kynningartexta: kynningartexti má vera um það bil 350 slög með bilum.

Stærð kápumyndar þarf að vera 804 pixlar á breidd (6,8 cm), í 300 dpi sem JPG.

Aðeins nýjar bækur. Athugið að um allar skráningar í Bókatíðindi gilda þær reglur að viðkomandi útgáfuform eða ISBN númer hafi ekki verið auglýst áður.

Uppsetning: bókum verður raðað í einfalda stafrófsröð titla, flokkar haldast óbreyttir fyrir hefðbundnar kynningar.

Þjóðerni höfunda: Mikilvægt er að haka í reitinn „íslenskur“ ef höfundur bókar er íslenskur og „erlendur“ ef höfundur er erlendur. Erlendir höfundar mun raðast þá í höfundaskrá eftir eftirnafni og íslenskir eftir fornafni.

Tvískráning. Skrá má sömu bók í fleiri en einn flokk. Rukkað er fyrir hverja birtingu.

Lokafrestur til skráningar er 18. október nk.

Útgáfudagur og dreifing er fyrirhuguð í 3. viku nóvember 2019.

 

BÓKATÍÐINDI 2019 - SKRÁNING

Allri skráningu á texta og kápumyndum í Bókatíðindi á að skila beint inn í gagnagrunn Bókatíðinda. Slóðin er: http://bokatidindi.oddi.is/

Hver útgefandi fær sérstakt aðgangsorð að gagnagrunni Bókatíðinda hjá skrifstofu Félags íslenskar bókaútgefenda. Eldri aðgangsorð gilda áfram.

Áríðandi er að senda skrifstofu nafn og netfang þess aðila sem á að lesa kynninguna yfir og samþykkja til birtingar á netfangið fibut@fibut.is, ef það er annað en skráð netfang útgáfunnar.

Þegar búið er að skrá og setja inn mynd er einfaldlega smellt á „vista/skrá nýja bók“ sem er vistunarhnappur.  Hægt er að breyta skráningu fram að lokadegi innskráningar, jafnvel þótt hakað sé í reitinn „skráningu lokið“.

Varðandi frágang kápumynda fyrir bókagrunn bókatíðinda 2019.
Kápumyndir skal senda inn gegnum skráningarkerfið.

Eftirfarandi leiðbeiningar gilda um allar myndir:

 • Myndir þurfa að vera að lágmarki 804 pixlar á breidd (6,8 cm), í 300 dpi (pixels/inch) og í RGB, sem JPG skrá.
 • Mikilvægt er að senda einungis forsíðumynd kápu. Ekki innábrot og skurðarmerki.
 • Við sendum athugasemd ef mynd er ekki í lagi.

Myndir sendar með tölvupósti:

Ef ekki gengur að senda myndir í gegnum skráningarkerfið, t.d. þegar setja á saman 2-4 kápumyndir fyrir hópskráningu, skal senda kápumyndir beint á netfang Bókatíðinda: bokatidindi@oddi.is og gilda eftirfarandi reglur um slíkar myndsendingar:

 • Heiti myndar þarf að byrja á því númeri sem verkið fær í bókagrunni (fremsti dálkur í lista).
 • Notandi má bæta við stuttri lýsingu ef hann vill, með undirstrik á milli númersins og nafnsins. Dæmi: 0546_bokin.jpg
 • Að lokum þarf að senda tölvupóst á bokatidindi@oddi.is og tilgreina númer allra kápumynda sem sendar hafa verið með tölvupósti.


Frekari upplýsingar er að finna á hjálparvef bókagrunns Bókatíðinda eða hjá starfsfólki skrifstofu FIBUT.