Sep15

Íslensku bókmenntaverðlunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hægt er að leggja fram bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 til 14. okt. nk.

 

Í reglum um Bókmenntaverðlaunin segir m.a.: 

Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita samkvæmt reglum um verðlaunin. Við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða;

  • Frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð, 
  • Önnur íslensk ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.  
  • Barna- og ungmennabækur

Framkvæmd verður sú sama og undanfarin ár, þ.e. tilnefndir verða 3 menn til dómnefndarstarfa í hverri nefnd. 
Verðlaunin eru kr. 1.000.000.- fyrir hvern flokk.   

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 14. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Dómnefndir bókmenntaverðlaunanna munu væntanlega taka til starfa strax nú í september. Bókum sem útgefendur óska að leggja fram vegna tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 þarf að skila sem fyrst til skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda og eigi síðar en 20. október nk. Gjald fyrir framlagðar bækur er 30.000 kr. 

Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Koma skal tilkynningum og bókum til skrifstofu félagsins á Barónsstíg 5, 101 Reykjavík.   

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fara fram í fyrstu viku desember og afhending verðlaunanna sjálfra eigi síðar en 15. febrúar 2016.   

Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins í síma 511-8020 / netfang:fibut@fibut.is
Skrifstofa Félags íslenskra bókaútgefenda er á Barónsstíg 5, 101 Reykjavík.