Nov10

Bókatíðindi 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðgengileg á netinu en dreifing hefst 18. nóvember

Bókatíðindin eru nú farin í prentun og er áætlað að dreifing hefjist miðvikudaginn 18. nóvember. Rafræna útgáfan er hins vegar tilbúin og má nálgast hana hér: BOKATIDINDI

Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.