Á næstunni: Bókatíðindi, Bókamessa í Hörpu og Íslensku bókmenntaverðlaunin
BÓKATÍÐINDI Hafin er móttaka kynninga nýrra íslenskra bóka fyrir Bókatíðindi 2018. Verð hverrar kynningar er kr. 26.990 + vsk. Lokafrestur til skráningar er 17. október nk. Nánari upplýsingar má finna hér: Móttaka efnis í Bókatíðindi
BÓKAMESSA Í HÖRPU Árleg Bókamessa Bókmenntaborgar og Félags íslenskra bókaútgefenda verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember nk. Útgefendum nýrra bóka er bent á að bóka þarf þátttöku fyrir 19. október nk. á netfangið bryndis@fibut.is
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN Tilkynna skal skrifstofu félagsins um framlagðar bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eigi síðar en 8. október 2018 á fibut@fibut.is. Gjald fyrir framlagðar bækur er kr. 33.500. Nánari upplýsingar má finna hér Skráning þátttöku í Íslensku bókmenntaverðlaununum