Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, miðvikudaginn 10. febrúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.
Verðlaunin skiptust í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru: