Nov28

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt verður um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Kjarvalsstöðum mánudaginn 1. desember kl. 17:00.  Alls verða fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum, flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Einnig verður á sama tíma tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nov19

Bókamessa helgina 22.-23. nóvember

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Árleg Bókamessa Bókmenntaborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Bókamessa helgina 22.-23. nóvember

Helgina 22.-23. nóvember verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fjórða sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur munu kynna nýútkomnar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina.

Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og fjölbreyttar uppákomur.

Aðgangur er ókeypis, opið verður frá kl. 12:00 – 17:00 báða dagana.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ DAGSKRÁNA

Nov11

Hagræn áhrif ritlistar

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Erindi Dr. Ágústs Einarssonar í Norræna húsinu 8. nóvember 204

Hagræn áhrif ritlistar

Hér má sjá stutt brot úr fyrirlestri Dr. Ágústs Einarssonar sem flutt var í Norræna húsinu 8. nóvember 2014.

Stutt brot úr erindinu - 2 mín. 

 "Þannig að ef menn vilja draga úr lestri bóka og umfangi bókaútgáfu, þá er virðisaukaskattshækkun á bókum alveg prýðisaðferð. Alveg prýðisaðferð."

Smellið á setninguna hér fyrir neðan til að sjá erindið í heild sinni:

Stutt viðtal og erindið í heild sinni.

 

 

Oct17

Allra síðasti dagur til að skrá bókakynningar í Bókatíðindi í dag!

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Allra síðasti dagur til að skrá bókakynningar í Bókatíðindi í dag!

 

Allra síðasti dagur til að koma bókakynningum eða auglýsingum inn í Bókatíðindi 2014 er í dag, föstudaginn 17. október.

Verð pr. kynningu á bók er kr. 24.500 + vsk = 30.748

Einnig er hægt að kaupa auglýsingar í blaðið.  Verð eru sem hér segir:

Heilsíða: 195.000 + vsk

Hálfsíða: 100.000 + vsk

Fjórðungur: 50.000 + vsk

 

Oct08

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Frestur til að tilkynna bækur til verðlaunanna er til 15. október

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Í reglum um Bókmenntaverðlaunin segir m.a.:

Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita samkvæmt reglum um verðlaunin. Við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða;

  1. Frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir fullorðna.
  2. Önnur íslensk ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur fyrir fullorðna og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.
  3. Frumsamin íslensk verk fyrir börn og unglinga.

Tilnefndir verða 3 menn til dómnefndarstarfa í hverja nefnd. 

Verðlaunin eru kr.  1.000.000,- (ein milljón)  fyrir hvern flokk.

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 15. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Oct08

Skráning hafin í Bókatíðindi 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Skráning hafin í Bókatíðindi 2014

Skráning er nú hafin í Bókatíðindi 2014 hjá skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Nokkur breyting er fyrirhuguð á útliti Bókatíðinda að þessu sinni. Ungmennabækur, bækur fyrir unglinga og ungt fólk fá nú sérstakan kafla og verða aðskildar frá barnabókum. Hljóðbóka- og rafbókakaflarnir hverfa, en þess í stað verða birtar táknmyndir við hverja bók sem gefa til kynna á hvaða útgáfuformi bókin er fáanleg. Þannig gætu til að mynda verið þrjár táknmyndir við eina skáldsögu sem gæfu til kynna að sagan væri fáanleg innbundin, sem hljóðbók og sem rafbók. Einnig fá allar bækur nú jafn stórt pláss. Þannig verður uppsetningin einfölduð og gerð aðgengilegri fyrir lesendur ritsins. Lokadagur til skráninga bóka í Bókatíðindi er 15. október.

Sep23

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Þýðendur um allan heim halda upp á 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, enda hefur dagurinn verið opinberlega viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur þýðenda og túlka í tæpan aldarfjórðung þótt hugmyndin að þýðendadegi sé nokkuð eldri. Íslenskir þýðendur fagna líka og síðustu tíu ár hefur Bandalag þýðenda og túlka efnt til viðburða til að halda upp á daginn. Í ár verður haldin málstofa í Iðnó undir yfirskriftinni „Þýðingar og þjóðin“ og þessi mikilvægi þáttur í þjóðmenningunni skoðaður frá ýmsum hliðum.

 

Sep16

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Aug08

Páfugl úti í mýri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hátíð, sýning og málþing

Páfugl úti í mýri

Páfugl úti í mýri er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem fer fram 9.-12. október 2014 og á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í 7 vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta.

Aug05

Bókamessan í Frankfurt 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamessan í Frankfurt 2014

Félag íslenskra bókaútgefenda er þátttakandi í bókamessunni í Frankfurt sem haldin verður dagana 8.-12. október 2014. Bás félagsins verður staðsettur í Halle 5.0 - A63, líkt og undanfarin ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins.

<<  3 4 5 6 7 [89  >>