Oct08

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Frestur til að tilkynna bækur til verðlaunanna er til 15. október

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Í reglum um Bókmenntaverðlaunin segir m.a.:

Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita samkvæmt reglum um verðlaunin. Við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða;

  1. Frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir fullorðna.
  2. Önnur íslensk ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur fyrir fullorðna og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.
  3. Frumsamin íslensk verk fyrir börn og unglinga.

Tilnefndir verða 3 menn til dómnefndarstarfa í hverja nefnd. 

Verðlaunin eru kr.  1.000.000,- (ein milljón)  fyrir hvern flokk.

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 15. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Oct08

Skráning hafin í Bókatíðindi 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Skráning hafin í Bókatíðindi 2014

Skráning er nú hafin í Bókatíðindi 2014 hjá skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Nokkur breyting er fyrirhuguð á útliti Bókatíðinda að þessu sinni. Ungmennabækur, bækur fyrir unglinga og ungt fólk fá nú sérstakan kafla og verða aðskildar frá barnabókum. Hljóðbóka- og rafbókakaflarnir hverfa, en þess í stað verða birtar táknmyndir við hverja bók sem gefa til kynna á hvaða útgáfuformi bókin er fáanleg. Þannig gætu til að mynda verið þrjár táknmyndir við eina skáldsögu sem gæfu til kynna að sagan væri fáanleg innbundin, sem hljóðbók og sem rafbók. Einnig fá allar bækur nú jafn stórt pláss. Þannig verður uppsetningin einfölduð og gerð aðgengilegri fyrir lesendur ritsins. Lokadagur til skráninga bóka í Bókatíðindi er 15. október.

Sep23

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Þýðendur um allan heim halda upp á 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, enda hefur dagurinn verið opinberlega viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur þýðenda og túlka í tæpan aldarfjórðung þótt hugmyndin að þýðendadegi sé nokkuð eldri. Íslenskir þýðendur fagna líka og síðustu tíu ár hefur Bandalag þýðenda og túlka efnt til viðburða til að halda upp á daginn. Í ár verður haldin málstofa í Iðnó undir yfirskriftinni „Þýðingar og þjóðin“ og þessi mikilvægi þáttur í þjóðmenningunni skoðaður frá ýmsum hliðum.

 

Sep16

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Aug08

Páfugl úti í mýri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hátíð, sýning og málþing

Páfugl úti í mýri

Páfugl úti í mýri er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem fer fram 9.-12. október 2014 og á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í 7 vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta.

Aug05

Bókamessan í Frankfurt 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamessan í Frankfurt 2014

Félag íslenskra bókaútgefenda er þátttakandi í bókamessunni í Frankfurt sem haldin verður dagana 8.-12. október 2014. Bás félagsins verður staðsettur í Halle 5.0 - A63, líkt og undanfarin ár. Allar nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins.

Jul04

Sænsk áhorfs-, hlustunar- og lestrarkönnun

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Sænsk áhorfs-, hlustunar- og lestrarkönnun

Frá árinu 1979 hefur árlega farið fram könnun á vegum Nordicom við Gautaborgarháskóla á notkun Svía á fjölmiðlum, tónlist og bókum. Með tilkomu netmiðla hefur orðið gríðarleg breyting á því hvert fólk beinir athygli sinni en ánægjulegt er til þess að vita að bókin heldur stöðu sinni betur en margir aðrir miðlar. Könnunina má nálgast HÉR.

May26

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður næst haldin dagana 9.-13. september 2015 og senn verður farið að huga að því hvaða erlendu höfundum verði boðið til landsins.

Stjórnendur Bókmenntahátíðarinnar hafa átt í góðu samstarfi við íslenska bókaútgefendur undanfarin ár og leita nú upplýsinga um hvaða erlendu höfundar eru væntanlegir í íslenskum þýðingum á næstunni og hvaða höfunda íslenskir útgefendur vilja helst sjá á Bókmenntahátíð í Reykjavík á næsta ári.

​Útgefendur eru hvattir til að senda nöfn höfunda sinna á netfangið stella@bokmenntahatid.is

 

May02

Evrópskur tengill - Creative Europe

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Frá Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís

Evrópskur tengill - Creative Europe

Tækifæri  til að tengjast kollegum í Evrópu og fara af stað í evrópsk menningarverkefni. Ítalska skrifstofan setti upp eftirfarandi gagnagrunn, http://cultura.cedesk.beniculturali.it/partnersearch/

Hægt er að skrá sig og sína stofnun, einnig er hægt að leita að tilvonandi félögum eftir mismunandi sviðum, t.d. dans, leiklist, tónlist, myndlist etc. Næsti umsóknarfrestur vegna samstarfsverkefna í Creative Europe  er í október.

 

May02

The "right to read"

Höfundur Bryndís Loftsdóttir Categories // Frettir

The

Richard Mollet, framkvæmdarstjóri breska útgefendafélagsins (PA), svarar kröfu evrópskra bókasafnsstarfsmanna um rétt til rafbókaútlána. Einnig má hér fyrir neðan finna skýrsluna sem hann nefnir í greininni.

<<  3 4 5 6 7 [89  >>