Dec11

Bóksalaverðlaunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bóksalaverðlaunin

Bóksalaverðlaunin verða kynnt í Kiljunni miðvikudaginn 17. desember. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 og verða þau nú veitt í 15. sinn. Níu bækur hljóta verðlaun í jafnmörgum flokkum auk þess sem bækurnar í 2.-3. sæti eru nefndar. Engir verðlaunagripir fylgja verðlaununum, aðeins einlægur ásetningur bóksala um að gera þeim bókum sem valdar eru hátt undir höfði í verslunum sínum þessa síðustu daga fyrir jól. Einnig hljóta bækurnar 9 sem lenda í fyrsta sæti í sínum flokki rétt til að bera verðlaunamiðann sem hér má sjá.

Dec05

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Fimmtudaginn 4. desember voru til­nefn­ing­ar til Fjöru­verðlaun­anna, bók­mennta­verðlauna kvenna, til­kynnt­ar í Borg­ar­bóka­safn­inu við Tryggvagötu. Verðlaun­in eru veitt í þrem­ur flokk­um; fag­ur­bók­mennt­um, fræðibók­um og barna- og ung­linga­bók­um. Fjöru­verðlaun­in eiga upp­runa sinn í bók­mennta­hátíð sem hald­in var í fyrsta sinn vorið 2007 að frum­kvæði hóps kvenna inn­an Rit­höf­unda­sam­bands Íslands. Verðlaun­in hafa verið veitt ár­lega síðan þá. Lista yfir tilnefndar bækur má finna hér fyrir neðan.

 

Dec04

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur 15. janúar 2015, kl. 16:00

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Forgangsatriði Þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2015 er efni sem stuðlar að aukinni almennri hæfni í stærðfræði og tölfræði og tengir þessi fög við daglegt líf. 

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Opnað verður fyrir umsóknir 8. desember 2014 og er hægt að skila umsókn til 5. janúar 2015 kl. 16.00.

Umsókn skal skilað á rafrænu formi.  Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn HÉR

Dec03

Styrkir til bókmenntaþýðinga

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Creative Europe styrkir til útgefenda - umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015

Styrkir til bókmenntaþýðinga

Markmiðið er að fjölga evrópskum þýðingum og stækka lesendahóp evrópskra fagurbókmennta.

Útgáfa á „þýðingarpakka“  3-10 verkum, úr og í tungumál Evrópulanda. Upprunatungumál og/eða það tungumál sem þýtt er í, tilheyri ESB eða EFTA landi.

Þýðingar úr latínu eða forn-grísku yfir í evrópsk mál eru mögulegar.

Kynning á þýðingum og notkun á rafrænni tækni bæði í dreifingu og kynningu er styrkt.

Hvatt er til þýðinga og kynninga á bókum sem hafa unnið til Evrópskra bókmenntaverðlauna (sjálfkrafa stigagjöf)

Styrkupphæð er 100.000€ til tveggja ára.

Hverjir geta sótt um? Útgefendur, forlög sem hafa starfað a.m.k. í 2 ár.

Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og rafræn umsóknargögn:

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/actions/culture/literary-translation_en

Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í dag á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Jafnframt voru kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðendaverðlaunanna.

Hér á eftir má sjá hverjir tilnefndir voru.

 

 

Dec01

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimm þýðendur tilnefndir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í dag á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014.  Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu verðlaunanna. Gyrðir Elíasson hlaut þau árið 2012 fyrir þýðingu sína á ljóðasafninu Tunglið braust inn í húsið og Silja Aðalsteinsdóttir árið 2007 fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Árið 2012 var Jón St. Kristjánsson tilnefndur til verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift og Hermann Stefánsson sama ár fyrir Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.

 

Nov28

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt verður um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Kjarvalsstöðum mánudaginn 1. desember kl. 17:00.  Alls verða fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum, flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Einnig verður á sama tíma tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nov19

Bókamessa helgina 22.-23. nóvember

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Árleg Bókamessa Bókmenntaborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Bókamessa helgina 22.-23. nóvember

Helgina 22.-23. nóvember verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fjórða sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur munu kynna nýútkomnar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina.

Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og fjölbreyttar uppákomur.

Aðgangur er ókeypis, opið verður frá kl. 12:00 – 17:00 báða dagana.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ DAGSKRÁNA

Nov11

Hagræn áhrif ritlistar

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Erindi Dr. Ágústs Einarssonar í Norræna húsinu 8. nóvember 204

Hagræn áhrif ritlistar

Hér má sjá stutt brot úr fyrirlestri Dr. Ágústs Einarssonar sem flutt var í Norræna húsinu 8. nóvember 2014.

Stutt brot úr erindinu - 2 mín. 

 "Þannig að ef menn vilja draga úr lestri bóka og umfangi bókaútgáfu, þá er virðisaukaskattshækkun á bókum alveg prýðisaðferð. Alveg prýðisaðferð."

Smellið á setninguna hér fyrir neðan til að sjá erindið í heild sinni:

Stutt viðtal og erindið í heild sinni.

 

 

Oct17

Allra síðasti dagur til að skrá bókakynningar í Bókatíðindi í dag!

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Allra síðasti dagur til að skrá bókakynningar í Bókatíðindi í dag!

 

Allra síðasti dagur til að koma bókakynningum eða auglýsingum inn í Bókatíðindi 2014 er í dag, föstudaginn 17. október.

Verð pr. kynningu á bók er kr. 24.500 + vsk = 30.748

Einnig er hægt að kaupa auglýsingar í blaðið.  Verð eru sem hér segir:

Heilsíða: 195.000 + vsk

Hálfsíða: 100.000 + vsk

Fjórðungur: 50.000 + vsk

 

<<  2 3 4 5 6 [78 9  >>