Nov05

Rafræn útgáfa Bókatíðinda nú aðgengileg

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Prentaðri útgáfu verður dreift dagana 18.-19. nóvember

Rafræn útgáfa Bókatíðinda er nú fáanleg hér: BOKATIDINDI PDF

Dreifing á prentaðri útgáfu er fyrirhuguð dagana 18.-19. nóvember.

Sep24

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Skráning hafin á framlögðum verkum

Íslensku bókmenntaverðlaunin

 

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur hafið skráningu á framlögðum verkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  Þátttaka er öllum útgefendum opin en skilyrði er að framlagðar bækur séu útgefnar árið 2019. Gjald fyrir hvert framlagt verk er kr. 35.000. Verðlaunin eru ein milljón fyrir verðlaunaverk hvers flokks. 

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 10. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða:

  • Frumsamið íslenskt skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir fullorðna.
  • Annað íslenskt ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur fyrir fullorðna og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.
  • Frumsamið íslenskt verk fyrir börn og ungmenni.

Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fara fram fyrsta desember og afhending verðlaunanna sjálfra eigi síðar en 15. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins.

Sep24

Bókamessa í Bókmenntaborg

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Í Hörpu dagana 23.-24. nóvember

Bókamessa í Bókmenntaborg

Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að Bókamessunni sem haldin hefur verið árlega í Reykjavík frá árinu 2011.

Bókaútgefendur, höfundar og lesendur koma saman þessa helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega bókmenntadagskrá auk þess sem lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefendum. Aðgangur er ókeypis.

Pantanir vegna sýningaraðstöðu sendist á bryndis@fibut.is fyrir 1. október.

Tillögur að dagskrá sendist á bokmenntaborg@reykjavik.is

 

Sep24

Barnabókamessa

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Nýjar barna- og ungmennabækur

Barnabókamessa

Barnabókamessa fyrir starfsfólk leikskóla og skólabókasafna verður haldin í nóvember. Á messunni verða kynntar barna- og ungmennabækur sem útgefnar hafa verið á árinu og auglýstar eru í Bókatíðindum. 

Nánari upplýsingar og skráning á bryndis@fibut.is

Jun21

Upplýsingar um endurgreiðslu á kostnaði við bókaútgáfu á íslensku

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Upplýsingar um endurgreiðslu á kostnaði við bókaútgáfu á íslensku

Miðvikudaginn 26. júní var haldinn fundur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um nýtt endurgreiðslukerfi vegna bókaútgáfu á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði fundinn og í kjölfarið var nýtt umsóknarferli kynnt og fyrirspurnum svarað.

Ráðgert er að opnað verði fyrir umsóknarferlið 9. júlí nk. á rannis.is. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Rannís vefinn.

Glærurnar sem sýndar voru á fundinum má nálgast hér: Endurgreiðsla vegna bókaútgáfu - kynningarglærur 

Feb11

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Ráðherra heimsótti fundinn og ný stjórn var kynnt

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram á Nauthóli föstudaginn 8. febrúar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hóf fundinn með stormandi ræðu um mikilvægi íslenskrar bókaútgáfu. Því næst tóku við hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður félagsins minntist Sigurðar Svavarssonar og ný stjórn félagsins var kynnt. Í stjórn félagsins á komandi starfsári sitja Heiðar Ingi Svansson, formaður, Anna Lea Friðriksdóttir, Birgitta Elín Hassell, Egill Örn Jóhannsson, Guðrún Vilmundardóttir, Jónas Sigurgeirsson, María Rán Guðjónsdóttir sem nú kemur ný inn í stjórn, Ólöf Dagný Óskarsdóttir, Pétur Már Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Tómas Hermannsson.

Jan29

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 29. janúar. Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Fræðirit og bækur almenns efnis:

Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg: Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar. Útgefandi: Vaka Helgafell.

Barna- og ungmennabækur:

Sigrún Eldjárn: Silfurlykillinn. Útgefandi: Mál og menning.

Fagurbókmenntir:

Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af sólskini. Útgefandi: JPV útgáfa.

 

Jan07

Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

22. febrúar - 10. mars

Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli

Stóri Bókamarkaðurinn verður haldinn á Laugardalsvelli dagana 22. febrúar til 10. mars.

Útgefendum sem vilja koma bókum á markaðinn er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins á netfangið bryndis@fibut.is

Stefnt er að því að Bókamarkaðurinn fari norður á Akureyri í lok mars, líkt og undanfarin ár. Þá er einnig stefnt að því að opna á Egilsstöðum í apríl. 

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Föstudaginn 1. desember kl. 17:00 var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018.

Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Þetta því í 30. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir
Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla
Útgefandi: Mál og menning

Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg  og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Ragnar Helgi Ólafsson
Bókasafn föður míns
Útgefandi: Bjartur

Sverrir Jakobsson
Kristur. Saga hugmyndar
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Skúli fógeti - faðir Reykjavíkur
Útgefandi: JPV útgáfa

Dómnefnd skipuðu:

Knútur Hafsteinsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Þórunn Sigurðardóttir, formaður nefndar.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins
Útgefandi: Angústúra

Hildur Knútsdóttir
Ljónið
Útgefandi: JPV útgáfa

Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Rotturnar
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Sigrún Eldjárn
Silfurlykillinn
Útgefandi: Mál og menning

Arnar Már Arngrímsson
Sölvasaga Daníelssonar 
Útgefandi: Sögur útgáfa

Dómnefnd skipuðu:

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Auður Ava Ólafsdóttir
Ungfrú Ísland
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Bergsveinn Birgisson
Lifandilífslækur
Útgefandi: Bjartur

Gerður Kristný
Sálumessa
Útgefandi: Mál og menning

Hallgrímur Helgason 
Sextíu kíló af sólskini
Útgefandi: JPV útgáfa

Hannes Pétursson   
Haustaugu
Bókaútgáfan Opna

Dómnefnd skipuðu:

Bergsteinn Sigurðsson, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson, formaður nefndar.

Nov18

Bókatíðindi komin út

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Bókatíðindi komin út

Dreifingu er nú lokið á Bókatíðindum 2018.

Bókatíðindum er ekki dreift til þeirra sem hafna fjölpósti með þar til gerðum merkingum en þeim og öllum öðrum er velkomið að  hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

Einnig má skoða Bókatíðindin á rafrænu formi hér: Bókatíðindi

<<  1 2 3 [45 6 7 8  >>